Rúna Vala...hin eina sanna, enjoy...  

Gestabókin



Eldri blogg:





sendu mér póst
mánudagur, ágúst 01, 2005

Blonde Redhead

Já, tónleikarnir á Innipúkanum gengu bara vel. Reyndar var Solveig sú eina sem kom og það hefðu mátt vera fleiri áhorfendur í salnum. Við áttum að byrja að spila þegar hleypt var inn, þannig að þegar við vorum búin var komið svolítið að fólki í salinn og þegar Norton spilaði var alveg fullt af fólki. Eeen þetta gegkk bara vel og ég er ánægð með mína fyrstu rokktónleika. Megi þeir verða margir í viðbót. Við Gústi fórum í mat til mömmu og svo fórum við Solveig og hlustuðum á Blonde Redhead. Skemmtilegir tónleikar, mér finnst þessi tónlist þrælskemmtileg. Það var bara svo margir í salnum að það var ekki möguleiki að sjá neitt! Þannig að við fórum bara og fengum okkur bjór og settumst niður og spjölluðum við ÍTR buddíinn minn, hana Höllu. Þegar við fórum mundi ég eftir að Gústi sagði að mér bæri eiginlega skylda til að fá eiginhandaráritun handa honum hjá Blonde Redhead. Gaur við baksviðsdyrnar sagði að þau væru að fara en enginn gæti bannað mér að fara hringinn og standa við hliðardyrnar. Svo að ég gerði það, hljóp út og varð mér úti um eiginhandaráritun hjá þeim öllum Og það sem meira er, gellan (þau eru þrjú, tveir karlar og ein kona) mundi eftir mér þegar þau voru að stilla upp, því við vorum fyrst! Gústi varð allavega ánægður með áritanirnar. O með að ég sagði þeim frá að hann hefði aldrei komist á tónleika hjá þeim (þau hafa verið hér tvisvar áður). Þá þpurði gellan af hverju ég hefði ekki bara sett hann á gestalistann og ég alveg "I... I didn't even know there WAS a guestlist" Og þau ætluðu að bjóða okkur í eftirpartý og spurðu einhvern íslenskan gaur hvort það væri ekki eftirpartý. Hann sagði bara jú, út´um allan bæ en vildi ekkert annað segja. Þannig að ég sagði bara: well, we're going to a party anyway og við þökkuðum pant fyrir okkur og fórum í partý með Gústa. Já, þetta var ævintýri.
En annað ekki jafn skemmtilegt. Við þurfum að fara með kisa til læknis, hann er búinn að vera lasinn síðan fyrir helgi. Étur nánast ekkert og vill ekki drekka, starir bara áhugalaus út í loftið og vill ekki fara út. Svo fékk hann einhverskonar kast eða krampa áðan. Ég hef áhyggjur af þessu, ég verð að segja það!
Ég var að fá mér nýtt póstfang. Það er: runavala@gmail.com Vinsamlegast sendið mér línu svo ég geti sett ykkur á contactlistann minn.


skrifað af Runa Vala kl: 19:12

Comments: Skrifa ummæli
© Sigrún Vala